Mikið var um samkvæmishávaða í nótt miðað við dagbók lögreglu. Tilkynningarnar voru flestar frá miðbænum og nágrenni hans, einnig nokkrar frá Kópavogi.
Ljóst er að eitthvað partýstand var á fólki í gær þar sem einnig var mikið um fólk að keyra undir áhrifum áfengis. Ekki er tekið fram hvort að samkvæmin hafi haldið sig við 20 manna samkomubann.
Þá var tilkynnt um rán í miðbænum en einsaklingnum var hótað og krafist að hann léti af hendi greiðslukort og farsíma.