Aston Villa tók á móti Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikið var á Villa Park og endaði leikurinn með 2-0 sigri heimamanna.
Ollie Watkins kom Aston Villa yfir með marki á 13. mínútu.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 42. mínútu þegar að Bertrand Traore tvöfaldaði forystu heimamanna með marki eftir stoðsendingu frá Jack Grealish.
Fleiri mörk voru ekki skoruð, niðurstaðan 2-0 sigur Aston Villa. Liðið situr í 8. sæti deildarinnar með 29 stig. Vandræði Newcastle halda áfram, liðið situr nú í 16. sæti deildarinar með 19 stig.
Aston Villa 2 – 0 Newcastle United
1-0 Ollie Watkins (’13)
2-0 Bertrand Traore (’42)