Folarin Balogun, framherji Arsenal, var ekki í leikmannahóp liðsins í 1-0 tapi gegn Southampton í enska bikarnum í dag.
Pierre-Emerick Aubameyang, átti að leiða sóknarlínu Arsenal í leiknum en þurfti að draga sig úr hópnum nokkrum klukkustundum fyrir leik af persónulegum ástæðum. Eddie Nketiah, leiddi sóknarlínu liðsins í leiknum.
Þá virtist ekki vera pláss fyrir Balogun í leikmannahópnum en það var pláss fyrir tvo markverði á varamannabekk liðsins, Rúnar Alex og Mat Ryan.
Fljótlega eftir að flautað hafði verið til leiksloka hjá Southampton og Arsenal birti Balogun myndband á samfélagsmiðlinum Twitter af sér skora mark fyrir varalið Arsenal. Það mætti túlka þetta sem beint skot á knattspyrnustjóra Arsenal, þar sem að þeim gekk erfiðlega að skora mörk í leiknum.
Balogun er 19 ára gamall og líklegt þykir að hann yfirgefi Arsenal næsta sumar en hann er að renna út á samning hjá Lundúnaliðinu.
Balogun hefur fengið tækifæri með aðalliði Arsenal í Evrópudeildinni og enska deildarbikarnum á leiktíðinni.
— Balogun (@fbalogun67) January 23, 2021