Mikið fjaðrafok er uppi í Argentínu núna eftir að Rocio Oliva, fyrrverandi unnusta Maradona, var sökuð um að hafa eytt stórum fjárhæðum af kreditkorti argentínsku goðsagnarinnar eftir að hann lést.
„Það sáust færslur á kreditkortareikningi Maradona nokkrum dögum eftir að hann lést. Við erum að tala um stórar fjárhæðir. Það liggur grunur á að hún hafi notfært sér ástandið og eytt peningum þangað til kortið var gert ógilt,“ segir heimildarmaður sem er náinn fjölskyldu Maradona.
Maradona, lést í nóvember á síðasta ári, þá 60 ára að aldri. Rociu, fyrrverandi unnustu hans var meinað að vera viðstödd jarðarför hans. Maradona á áður að hafa beðið Interpol um að handataka Rocio fyrir að hafa stolið af sér skartgripum og úrum.
Rocio, segir að Maradona hafi gefið henni nokkur kreditkort á sínu nafni en að það sé lygi að hún hafi notað þau eftir dauðdaga hans.
„Þetta er lygi, ég notaði ekki kortin eftir að hann lést,“ sagði Rocio