fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Lýsa því hvernig er að vera liðsfélagi Ronaldo – „Hann er vél, hann hættir ekki að æfa“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn brasilíski Arthur, er liðsfélagi Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Ronaldo gerir miklar kröfur á sjálfan sig og liðsfélaga sína, þess vegna er hann einn besti knattspyrnumaður sögunnar.

Arthur hefur nú greint frá því hvernig Ronaldo hefur hjálpað honum innan vallar og utan til þess að bæta sína frammistöðu.

„Hann æfir eins og skepna, hann veit ekki hvenær hann á að hvíla og hvetur mann áfram til þess að gefa allt sitt í æfingarnar. Hann segir mér meira að segja hvað ég eigi að borða,“ sagði Arthur í viðtali.

Fleiri sögur hafa komið upp á yfirborðið um það hvernig sé að vera liðsfélagi Ronaldo. Patrice Evra, liðsfélagi hans hjá Manchester United á sínum tíma sagði frá því þegar Ronaldo bauð honum heim til sín eftir æfingu.

„Ég fór til hans og var mjög þreyttur eftir æfinguna. Á eldhúsborðinu heima hjá honum var salat, hreinn kjúklingur og vatn. Við byrjuðum að borða og ég var alltaf að búast við því að í kjölfarið kæmi einhver steik en það kom ekki neitt,“ sagði Evra.

Eftir máltíðina hafi Ronaldo staðið upp og byrjað að halda bolta á lofti. Hann bað Evra um að taka þátt í þessu með sér og við tóku alls konar æfingar.

„Þess vegna segi ég við alla, ef Cristiano Ronaldo býður þér heim til sín, ekki fara. Segðu bara nei því hann er vél, hann hættir ekki að æfa,“ sagði Evra um Cristiano Ronaldo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Krísuástand í Grafarvogi og mikið gengið á síðustu mánuði – Fjöldi aðila hætti í haust og nú var ákveðið að reka Úlf

Krísuástand í Grafarvogi og mikið gengið á síðustu mánuði – Fjöldi aðila hætti í haust og nú var ákveðið að reka Úlf
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher fjölskyldan fær ríkisborgararétt á Möltu og sonurinn gæti spilað fyrir landsliðið

Carragher fjölskyldan fær ríkisborgararétt á Möltu og sonurinn gæti spilað fyrir landsliðið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City til í að henda 30 milljörðum á borðið til að fá tvo leikmenn úr sama liðinu

City til í að henda 30 milljörðum á borðið til að fá tvo leikmenn úr sama liðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fóru í stutta gönguferð en var brugðið við að sjá allan viðbjóðinn – Tóku allt upp á myndband

Fóru í stutta gönguferð en var brugðið við að sjá allan viðbjóðinn – Tóku allt upp á myndband
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sancho pirrar stuðningsmenn United með ummælum við færslu Rashford

Sancho pirrar stuðningsmenn United með ummælum við færslu Rashford
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið vilja Svíann efnilega

Þrjú ensk stórlið vilja Svíann efnilega
433Sport
Í gær

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins
433Sport
Í gær

Ryan Reynolds íhugar að láta enn frekar til sín taka

Ryan Reynolds íhugar að láta enn frekar til sín taka