Yves Bissouma, leikmaður Brighton, var á skotskónum í enska bikarnum í dag þegar Brighton vann 2-1 sigur gegn Blackpool og tryggði sér sæti í næstu umferð keppninnar.
Yves er 24 ára gamall miðjumaður og er eftirsóttur af stórum liðum í Evrópu, þar á meðal Arsenal. Það sem gæti hjálpað Arsenal að næla í leikmanninn er að hann er mikill stuðningsmaður liðsins.
Sagt var frá því í enskum fjölmiðlum á dögunum að Bissouma myndi „velja Arsenal fram yfir öll önnur félög í ensku úrvalsdeildinni.“ Ef forráðamenn Arsenal ákveða að leggja fram tilboð í leikmanninn er líklegra að það verði eftir tímabilið.
YVES BISSOUMA THAT IS OUTRAGEOUS 💥
The noise as it hits the net 🤤#FACup pic.twitter.com/zwZt16jLdb
— Goal (@goal) January 23, 2021