Það er óhætt að segja að franska liðið Le Havre sé Íslendingalið. Þrír íslenskir leikmenn voru í byrjunarliði liðsins í frönsku úrvalsdeildinni í dag.
Þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, voru allar í byrjunarliði liðsins gegn Issy á heimavelli og spiluðu allan leikinn.
Ekkert mark var skorað í leiknum en gengi Le Havre á tímabilinu hefur ekki verið upp á marga fiska. Liðið er eftir leikinn í neðsta sæti deildarinnar, hins vegar er liðið aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni.
Le Havre 0 – 0 Issy