Það er alveg óhætt að segja að Willian hefur átt erfitt uppdráttar hjá Arsenal eftir að hafa gengið til liðs við liðið fyrir tímabilið á frjálsri sölu frá Chelsea.
Arsenal tapaði í dag 1-0 fyrir Southampton í enska bikarnum og mun því ekki verja bikarinn á þessu tímabili. Willian var í byrjunarliði liðsins í leiknum í dag og spilaði allan leikinn. Hann fær 4 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum hjá Daily Mail.
Willian hefur komið við sögu í 20 leikjum hjá Arsenal á tímabilinu og gefið þrjár stoðsendingar. Síðan að hann kom til Arsenal hefur hann aðeins átt tvö skot á markið.
Willian has produced just two shots on target in his 20 appearances in all competitions for Arsenal this season. pic.twitter.com/xHJcA1qQaf
— Squawka Football (@Squawka) January 23, 2021