Einn einstaklingur greindist með Covid-19 hér innanlands í gær og var hann í sóttkví við greiningu. Þetta staðfesti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu Vísis. Þá staðfesti Víðir einnig að þrír hafi greinst á landamærunum í gær en ekki er vitað hvort að um virk smit hafi verið að ræða.