Micah Richards sérfræðingur hjá Sky Sport og fyrrum leikmaður Manchester City telur að samfélagsmiðlar verði banna „N-orðið“ til að koma í veg fyrir að fleiri svartir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar verði fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum.
Í nýjum heimildaþætti „Tackling Racism“ greinir Richards frá þeim fordómum sem hann fékk fyrir húðlit sinn á meðan ferli hans stóð en hann hefur einnig orðið fyrir fordómum síðan að hann varð sérfræðingur hjá Sky Sport.
„Þú átt ekki að komast upp með að skrifa þetta á samfélagsmiðlum, ég vona í náinni framtíð að fólk horfi á þáttinn og hugsi „sagði í alvörunni einhver þetta við þig“, hugsaðu að þetta sé barnið þitt sem er áreittur á hverjum einasta degi og enginn gerir neitt í því, ég vona svo innilega að það verði ekki hægt að skrifa N-orðið á samfélagsmiðlum, það eru allir svartir leikmenn sem að lenda í þessu og það er notað gegn þér,“ segir Micah Richards um orðið og fólk sem notar það gegn svörtu fólki.
Þátturinn verður sýndur á Sky 25. janúar kl 21.00 en margir leikmenn koma fram í þáttunum og þar af meðal Gary Neville um atvik milli hans og Raheem Sterling á EM 2016 þar sem að Sterling varð fyrir kynþáttfordómum en Neville sagði Sterling að einbeita sér bara að fótboltanum.
I’m delighted to say my documentary, ‘Tackling Racism’ will air on the Sky Documentaries Channel next week. I hope you’ll watch it with an open mind. Thank you to all the contributors & the team @Buzz16_.
🗓 Monday 2️⃣5️⃣ January
🕰 9pm
📺 Sky Documentariespic.twitter.com/Of50vnt2CL— Micah Richards (@MicahRichards) January 19, 2021