Valur og KR mættust í Reykjavíkurmóti kvenna á Origo vellinum í dag og endaði leikurinn með 6-1 sigri Vals.
Valur komst í stöðuna 5-0 en náði þá Diljá Ýr Zomers að skrapa í bakkann fyrir KR en það var svo Ásdís Karen sem að innsiglaði öruggan 6-1 sigur fyrir Val.
KR sem féll úr Pepsi Max deild kvenna síðasta sumar var ekki talið eiga mikinn möguleika gegn sterku Valsliði en liðið hefur unnið einn leik á mótinu en sá sigur kom gegn Víking sem að KR vann 2-0.
Lokatölur 6-1
1-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir (’12)
2-0 Elín Metta Jensen (’19)
3-0 Ída Marín Hermannsdóttir (’47)
4-0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (’62)
4-1 Tinna María Tryggvadóttir (’68)
5-1 Diljá Ýr Zomers (’72)
6-1 Ásdís Karen Halldórsdóttir (’80’)