Óttar Magnús Karlsson leikmaður Venezia á Ítalíu verður frá keppni næstu 6-8 vikur en upp kom rifa í vöðva í kálfa hans.
Leikmaður sem gekk til liðs við Venezia síðastliðið sumar frá Víking Reykjavík eftir að hafa raðað inn mörkunum í víkinni hefur gert eitt mark í 10 leikjum í Seria B.
Búist er við að Óttar snúi aftur í mars en lið hans Venezia situr í 10. sæti deildarinnar átta stigum frá öðru sæti sem myndi tryggja liðinu sæti í Seria A en Bjarki Steinn Bjarkason er einnig að mála með liðinu.
Við óskum Óttari góðs bata og að hann snúi sem fyrst aftur á völlinn fyrir Venezia.
Style on and off the pitch.#ArancioNeroVerde 🟠⚫️🟢 pic.twitter.com/2r5lYGPZun
— Venezia FC (@VeneziaFC_EN) January 11, 2021