Karlmaður um fertugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald, eða til 27. janúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á heimilisofbeldi og frelsissviptingu í Reykjavík í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Þar segir einnig að rannsókn málsins miði vel en ekki sé hægt að veita frekar upplýsingar um gang hennar að svo stöddu.