fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fréttir

Frávísun í máli Jóns Baldvins felld úr gildi – Tímafrestur liðinn

Heimir Hannesson
Föstudaginn 22. janúar 2021 15:39

Jón Baldvin Hannibalsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli Héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni hefur verið felld úr gildi í Landsrétti og málinu vísað aftur til héraðsdóms til munnlegs málflutnings.

Frávísunin er ekki vegna efnisþátta málsins heldur  vegna þess að úrskurður um frávísun var ekki kveðinn upp innan lögbundins tímaramma, sem eru fjórar vikur. Munnlegur málflutningur um frávísunarkröfu Jóns fór fram 23. nóvember  2020 en úrskurður um frávísun var kveðinn upp 7. janúar 2021.

Í ákærunni er Jón Baldvin sagður hafa áreitt Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega með því að strjúka rassi hennar utanklæða upp og niður, að því er segir í ákærunni sem er hluti málsgagna í máli Landsréttar.

Í frávísunarúrskurði Héraðsdómur Reykjavíkur segir að meint háttsemi Jóns Baldvins félli ekki undir brot sem lýst er í ákvæðum spænskra hegningarlaga um kynferðislega misnotkun. Þá sagði í úrskurðinum að ekkert lægi fyrir um hvort háttsemin væri refsiverð samkvæmt spænskum lögum.

Atvikið sem um ræðir í ákæru Héraðsdóms mun hafa, samkvæmt ákæru, átt sér stað þann 16. júní árið 2018 á Grenada á Spáni. Carmen krefst þess að Jón Baldvin greiði sér eina milljón í miskabætur. Jón Baldvin krefst frávísunar og málsvarnarlauna úr ríkissjóði.

Nú liggur fyrir að aftur verður fjallað um frávísunarkröfu Jóns í héraðsdómi og verður tekið þar til efnismeðferðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum samherji og vinur Elon Musk varar við honum og telur að þetta sé áætlun hans – „Hann er hættulegur, mjög mjög hættulegur“

Fyrrum samherji og vinur Elon Musk varar við honum og telur að þetta sé áætlun hans – „Hann er hættulegur, mjög mjög hættulegur“
Fréttir
Í gær

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig gerir upp Eflingar-dramað – Segir starfsmann hafa heimtað fjögurra ára starfslokasamning upp á 55 milljónir

Sólveig gerir upp Eflingar-dramað – Segir starfsmann hafa heimtað fjögurra ára starfslokasamning upp á 55 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur þyngdi dóm yfir Kristjáni Helga Ingasyni fyrir vændiskaup af unglingi

Landsréttur þyngdi dóm yfir Kristjáni Helga Ingasyni fyrir vændiskaup af unglingi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“