Marta María Jónasdóttir og Páll Winkel selja höll sína í Reykjavík.
Marta er vel kunnug landsmönnum, hún hefur lengi verið í fjölmiðlum og best þekkt fyrir að ritstýra Smartlandinu. Hún er í dag fréttastjóri hjá Mbl.is
Páll Winkel starfaði áður sem lögreglumaður og var framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna til ársins 2007 þegar hann tók við stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra. Seinna þetta sama ár tók hann við stöðu fangelsismálastjóra og gegnir henni enn.
Eignin er á jarðhæð með sérinngangi og bílskúr, ásamt aukaíbúð í þríbýli í Fossvoginum. Eignin er samtals tæplega 230 fermetrar og það eru settar 119.8 milljónir króna á hana. Aukaíbúðin er 64 fermetrar og bílskúrinn er 30 fermetrar.
Á hæðinni eru tvö baðherbergi, annað inn af hjónaherbergi og hitt á gangi. Það eru fimm svefnherbergi ogkvarssteinn er á öllum borðplötum og skáparnir í forstofu og í hjónasvítu eru speglaklæddir.
Eignin er auglýst til sölu á fasteignavef Mbl.is, þar sem má nálgast frekari upplýsingar.
Sjáðu myndirnar af glæsihýsinu hér að neðan.