Þegar að New Horizons geimfar NASA hafði flogið fram hjá Plútó og Arrokoth í jaðri sólkerfisins okkar, í 6,4 milljarða km fjarlægð frá jörðinni, 2015 og 2019 horfði það út í óravíddir svarts geimsins. Geimfarið var svo langt í burtu að skýin sem það sá voru 10 sinnum dekkri en skýin sem Hubble sá.
Fyrri rannsóknir á fjölda vetrarbrauta voru byggðar á því að stjörnufræðingar töldu þær vetrarbrautir sem voru sjáanlegar með Hubble og margfölduðu þær síðan með fjölda svæða á himninum. En með þessari aðferð eru vetrarbrautir, sem ekki sjást, teknar með.
Geimurinn virðist vera svartur og risastór en það er raunar smá birta í honum sem er bjarmi frá stjörnum og vetrarbrautum.
Til að áætla fjölda vetrarbrauta er best að komast út út innri hluta sólkerfisins okkar til að losna undan áhrifum birtunnar sem hér er og það er einmitt það sem New Horizons gerði.
Rannsóknin hefur verið samþykkt til birtingar í The Astrophysical Journal en hún var kynnt á ársþingi bandaríska stjörnufræðingafélagsins í síðustu viku.