Rannsóknin hefur verið birt í the Proceedings of the National Academy of Sciences. Samkvæmt henni mun faraldurinn draga úr lífslíkum Bandaríkjamanna um 1,13 ár og orsaka það að hlutfallslega of margt svart fólk og fólk af latneskum uppruna deyr. CNN skýrir frá þessu.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að væntanleg ævilengd svarts fólks og fólks af latneskum uppruna mun styttast mun meira en hjá hvítu fólki eða þrisvar til fjórum sinnum meira. Reikna má með að heimsfaraldurinn muni eyðileggja 10 ára framfarir hvað varðar að draga úr muninum á ævilengd hvítra og svartra og eyðileggja 70% af þeim árangri sem hefur náðst í að lengja lífslíkur fólks af suður-amerískum uppruna hefur CNN eftir Theresa Andrasfay sem vann að rannsókninni.
1959 voru lífslíkur Bandaríkjamanna 69,9 ár en voru 78,9 ár 2016. Þær hafa þó lækkað aðeins á undanförnum árum vegna ofneyslu lyfja og fíkniefna, sjálfsvíga, áfengisneyslu og offitu.