fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Pressan

Segir ólíklegt að COVID-19 hverfi algjörlega

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 07:50

Kórónuveiran hefur lagst á heimsbyggðina. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr Ashley Bloomfield, landlæknir Nýja-Sjálands, segir að með tímanum geti kórónuveiran, sem veldur COVID-19, orðið meira smitandi en um leið minna banvæn en nú er en hann telur litlar líkur á að hún hverfi alveg af sjónarsviðinu. Hann segir jafnframt að mikilvægt sé að vera á varðbergi til að halda aftur af útbreiðslu nýrra afbrigða af veirunni.

„Ef þú hugsar um inflúensu þá var hún fyrst skráð 1172 í Evrópu held ég . . . þessar veirur hafa ekki tilhneigingu til að deyja út . . . Þær breytast með tímanum og við erum að sjá með þessum nýju afbrigðum af COVID-19-veirunni að þau hafa tilhneigingu til að verða meira smitandi og minna banvæn með tímanum,“ sagði hann í AM Show á miðvikudaginn. The Guardian skýrir frá þessu.

Hann sagði jafnframt að bóluefni muni hjálpa mannkyninu að mynda ónæmi og að það náttúrulega ónæmi sem fólk myndar muni einnig þróast.

Hann varaði við hættunni sem getur fylgt því ef nýrri afbrigði veirunnar sleppi úr sóttkví og einangrun því meiri hætta geti stafað frá því en gerði á síðasta ári.

Eins og staðan er núna á Nýja-Sjálandi þá þurfa allir sem koma til landsins að fara í 14 daga sóttkví og flestir ferðamenn þurfa að fara í auksýnatöku og þurfa að vera í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðunni. Bloomfield sagði einnig að sú hætta væri alltaf fyrir hendi að veiran gæti „sloppið í gegn“ þrátt fyrir að mikið sé gert á landamærunum til að reyna að halda henni úti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu