fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Líklegt að Kamala Harris verði að lifa með hótunum á áður óþekktu stigi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 06:59

Kamala Harris sver embættiseið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er svört, hún er kona og hún er næst valdamesta manneskjan í Bandaríkjunum. Hægri menn segja að hún sé öfgasinnaður sósíalisti. Allt þetta þýðir að hún þarf væntanlega að búa við miklar hótanir næstu árin, svo miklar að slíkt hefur ekki sést áður í garð varaforseta Bandaríkjanna.

Anders Romarheim, sem rannsakar hryðjuverk og kennir við norska herskólann, sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið að hann hafi áhyggjur af Harris. Til viðbótar við að hún sé svört og kona þá sé það hún sem hafi nú úrslitavaldið í öldungadeildinni og muni skera úr um niðurstöður atkvæðagreiðslna í deilumálum þar sem flokkarnir koma sér ekki saman og atkvæði falla eftir flokkslínum.

Nú hafa bæði Demókratar og Repúblikanar 50 þingmenn í öldungadeildinni og það er því atkvæði varaforsetans sem ræður úrslitum ef atkvæði falla jafnt. „Hún verður þungamiðjan í allra umdeildustu málunum og það mun valda mikilli reiði í hennar garð,“ sagði Romarheim.

Harris er fyrsta konan sem gegnir embætti varaforseta. Hún á indverska móður og svartan föður en er oftast sögð vera Bandaríkjamaður af afrískum ættum eða bara svört. Þegar hún er sjálf spurð hvernig hún skilgreini sig segir hún yfirleitt: „Bandarísk“.

Romarheim sagðist telja að Harris muni þurfa að lifa með hótunum á stigi sem ekki hefur áður sést. Hann hefur rannsakað hryðjuverk og fjölmiðla hægrimanna í Bandaríkjunum. Hann telur að bandarískir öfgahægrimenn hafi nú útnefnt Harris sem óvin sinn númer eitt. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu