fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Jón Ásgeir segir þetta hafa verið mesta lærdóminn eftir hrunið – „Ég myndi ekki gera þetta í dag“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 22:37

Jón Ásgeir - Sjáskot úr Kveik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttaskýringaþættinum Kveik í kvöld tók blaðamaðurinn Helgi Seljan viðtal við athafnamanninn Jón Ásgeir Jóhannesson. Ástæðan fyrir viðtalinu var sú að nú virðist Jón aftur vera kominn í viðskiptalífið og þá mun bók hans Málsvörn, eftir Einar Kárason, koma út á næstu dögum. Mikið hefur verið fjallað um þessa bók í fjölmiðlum í dag, þá sérstaklega samvinnu Jóns og Gunnars Smára Egilssonar, sem var ritstjóri Fréttablaðsins þegar það var í eigu Jóns.

Sjá einnig: Gunnar viðurkennir að hafa fengið far með einkaþotu

Sjá einnig: Jón Ásgeir hraunar yfir Gunnar Smára í nýrri bók

„Mikill gógó-tími“

Í þættinum var Jón Ásgeir ítrekað spurður út í viðskiptahætti sína, bæði í hruninu og nú. Helgi spurði Jón út í lífsstíl hans í hruninu og sagði að ákveðinn „fígúruháttur“ hefði myndast, því neitaði Jón ekki.

Einnig var spurt út í svokallaðan Mónakó-dag Baugs. Helgi sagðist hafa heyrt að sá dagur hafi kostað um það bil hálfan milljarð íslenskra króna. Jón sagði það vera algjöra þvælu, en mundi þó ekki neina ákveðna tölu. Þá var hann spurður hvort hann fengi kjánahroll þegar hann hugsaði til tímanna fyrir Hrun, því svaraði hann:

„Ég myndi ekki gera þetta í dag,“

Aðspurður sagði Jón að stærsti lærdómurinn af hruninu væri sá að fólk hefði farið of hratt og misst sjónar af allskonar hlutum.

„Ég held að það sé svona, þú veist, menn fóru of hratt, misstu yfirsýnina. Eftir að hafa byggt upp mjög gott fyrirtæki í á annan tug ára, sem hafði staðið sig mjög vel, að þá kom þarna dálítið mikill gógó-tími þar sem menn voru að fjárfesta víða og misstu sjónar af daglegum rekstri.“

Spjótin beinast að Davíð

Þá var einnig farið aðeins inn á Baugsmálið, en líkt og margir muna var Jón og Baugs-félagar hans lengi rannsakaðir fyrir hegðun sína í félaginu, en lítið kom upp úr þeim rannsóknum. Því hefur oft verið haldið fram að Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra hafi verið á bak við rannsóknirnar. Jón sagði að málið hafi einkennst af mikilli heift og það hafi eugljóslega „einhver ráðið för“, spurður hver það væri sagði Jón að spjótin beindust að þáverandi forsætisráðherra.

„Hann tjáði sig um málið og menn tengda málinu ítrekað. Kannski eru orð hans nóg til þess að menn framkvæmi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar
Fréttir
Í gær

Þéttingaráform í miðborginni samþykkt þrátt fyrir áhyggjur íbúa

Þéttingaráform í miðborginni samþykkt þrátt fyrir áhyggjur íbúa
Fréttir
Í gær

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar
Fréttir
Í gær

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill ákæra forstöðumenn fyrir framúrkeyrslu

Vill ákæra forstöðumenn fyrir framúrkeyrslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði