fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

Einn ástsælasti leikari Dana harðlega gagnrýndur fyrir rasisma – Málið komið í marga stærstu fjölmiðla heims

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 19:00

Nikolaj Lie Kaas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn ástsælasti leikari Danmerkur, Nikolaj Lie Kaas, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að ljá karakternum Joe, í danskri útgáfu kvikmyndarinnar Soul, rödd sína. Nikolaj Lie Kaas er hvítur, en karakterinn Joe er svartur.

Gott er að taka fram að svipuð mál eru upp á teningnum í öðrum Evrópulöndum, en danska málið hefur vakið sérstaka athygli.

Soul er teiknimynd og er sú fyrsta frá bandaríska framleiðslufyrirtækinu Pixar sem skartar svörtu fólki í aðalhlutverki og auk þess sérstaka áherslu á menningu svartra í Bandaríkjunum. Það er leikarinn Jamie Foxx sem fer með hlutverk Joe í upprunalegu útgáfunni. Hann er svartur og sagði það mikinn heiður að leika fyrstu svörtu aðalpersónuna í sögu Pixar.

Þegar myndin kom fyrst út í desember síðastliðnum kepptust danskir gagnrýnendur við að lofa myndina. Umræðan hefur þó breyst mikið eftir að í ljós koma að Lie Kaas fari með hlutverk Joe í dönsku útgáfunni.

Fjölmiðillinn Berlingske spurði fræðafólk og aktívista hvað þeim þætti um málið lýstu flestir yfir vonbrigðum sínum. Þau sögðu að um væri að ræða rasisma sem væri grafinn í samfélagsskipulagi Danmerkur.

Nú hefur Nikolaj Lie Kaas tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni, en hann hefur sjálfur fengið mikið af gagnrýninni fyrir að taka að sér hlutverkið. Hann sagði að hans reynsla væri sú að sá sem væri hæfastur í starfið ætti að fá starfið. Einnig sagðist hann vinna við það að vera einhver annar en hann sé í raun og veru og því sé ekkert skrýtið að hann taki að sér hlutverk Joe. Hann sagði að þó væru til tilfelli þar sem að væri óviðeigandi að einstaklingur léki einstakling með annan húðlit.

Afsökunarbeiðni Lie Kaas hefur einnig vakið mikla athygli, en margir eru ansi ósáttir með hana. Þess má geta að umræða um hana hefur skapast á meðal Íslendinga á samfélagsmiðlum vegna um málið og hvort það sé réttlætanlegt að hvítir einstaklingar taki að sér hlutverk svartra persóna.

Risastórir fjölmiðlar um allan heim hafa nú fjallað um málið. Þar má nefna New York TimesThe Indepnedent og Indie Wire.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarnan gerir upp árið í myndbandi og minnist ekki orði á Ben

Stórstjarnan gerir upp árið í myndbandi og minnist ekki orði á Ben
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiðrún er með skilaboð til þeirra sem halda að þau hafi fitnað um jólin

Heiðrún er með skilaboð til þeirra sem halda að þau hafi fitnað um jólin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý spáir fyrir Guðna og Elizu: „Það er allt í lagi að fara í sitthvora áttina og allir eru vinir“

Ellý spáir fyrir Guðna og Elizu: „Það er allt í lagi að fara í sitthvora áttina og allir eru vinir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý svarar spurningunni sem brennur á fólki og segir að þetta verði næsti landsliðsþjálfari – „Hann er maðurinn“

Ellý svarar spurningunni sem brennur á fólki og segir að þetta verði næsti landsliðsþjálfari – „Hann er maðurinn“