fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Talskona Biden lofar „sannleika og gegnsæi“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 22:00

Jen Psaki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Joe Biden, Bandaríkjaforseta, hefur í hyggju að hafa daglega fréttamannafundi og veita reglulega upplýsingar um stöðu kórónuveirufaraldursins. Hvíta húsið lofar einnig „sannleika og gagnsæi“ í samskiptum sínum út á við.

Þetta sagði Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, á fréttamannafundi í gærkvöldi, þeim fyrsta eftir að Biden tók við embætti.

„Þegar forsetinn bað mig um að taka þetta starf að mér ræddum við um mikilvægi þess að koma aftur með sannleika og gagnsæi hingað í fundaraðstöðuna,“ sagði hún. Hún sagði einnig að það muni koma tímar þar sem ósætti kemur upp á fréttamannafundunum og það „er í lagi. Það er partur af lýðræðinu,“ sagði hún.

Hvíta húsið ætlar einnig að taka aftur upp reglulega stöðufundi um kórónuveirufaraldurinn og Psaki mun mæta á fréttamannafundi alla virka daga. „Ég er ekki skrímsli,“ sagði hún.

Áður en Donald Trump var kjörinn forseti var venjan að daglegir fréttamannafundir færu fram í Hvíta húsinu en það breyttist í tíð Trump og þeir voru haldnir óreglulega og um hríð féllu þeir alveg niður.

Stephanie Grisham, ein af fjórum fjölmiðlafulltrúum Hvíta hússins í valdatíð Trump, hélt til dæmis ekki einn einasta fréttamannafundi á þeim tíu mánuðum sem hún gegndi embættinu.

Trump og stjórn hans voru oft gagnrýnd fyrir að segja ósatt og setja fram staðlausar fullyrðingar.  Oft kom til deilna á milli fréttamanna og talsmanna Trump og fjölmiðlar á borð við CNN og The New York Times urðu að lokum opinberlega andstæðingar Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga