fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Kolbrún segir að COVID laði ekki fram það besta í fólki – „Mega éta það sem úti frýs“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 07:00

Kolbrún Bergþórsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í pistli, undir fyrirsögninni „Í röðinni, í Fréttablaðinu í dag fjallar Kolbrún Bergþórsdóttir um bólusetningu gegn kórónuveirunni og biðinni eftir bóluefni auk skiptingar þess. Hún segir að það geti auðvitað tekið á að bíða eftir að fá þjónustu en því taki flestir eins og hverju öðru hundsbiti en sumir reyni að smeygja sér fram hjá öðrum og aðrir troði sér fram fyrir. Slík staða sé nú komin upp vegna kórónuveirunnar.

„Sóttvarnalæknir, Þórólfur Guðnason, hefur ítrekað sagt að fjöldi beiðna berist þar sem einstaklingar halda því fram að þeir séu á einhvern hátt svo mikilvægir að þeir eigi rétt á að vera teknir fram fyrir aðra hópa. Þeim finnst blasa við að þeir þurfi alveg endilega að fá bólusetningu sem allra fyrst og ætlast til að sóttvarnalæknir og hans fólk kinki kolli því til samþykkis,“ segir Kolbrún og bætir við að Þórólfur sé þolinmóður maður og það þurfi hann að vera því hans hlutskipti sé að segja sömu hlutina aftur og aftur, oftast við litlar undirtektir.

„Í huga manns er Þórólfur eiginlega orðinn holdgervingur þolinmæði og æðruleysis. Stundum læðir hann út úr sér setningum sem byrja á orðunum: Eins og ég hef margoft áður sagt… Ég þarf enn að ítreka að… Eins og ég hef oft áður bent á… Um leið sést á honum að hann gerir sér grein fyrir að hann á eftir að þurfa að segja þessa sömu hluti svo ótal oft. Undanfarið hefur Þórólfur hvað eftir annað ítrekað að þegar kemur að bólusetningum er í forgangi framlínufólk í baráttu við sjúkdóminn, aldraðir einstaklingar og viðkvæmustu hópar þessa þjóðfélags. Síðan kemur að öðrum. „Ef orðið yrði við beiðni allra um að vera framar í forgangsröðinni eftir bólusetningu, myndu eldri og viðkvæmari hópar færast aftar í röðina,“ sagði Þórólfur á dögunum,“ segir Kolbrún.

Hún segir síðan að hún hafi hrósað happi þegar þeir sem eru sextugir og eldri voru settir nokkuð framarlega í bólusetningarröðina. „„Loksins hlýst einhver ávinningur af því að vera orðin kerling,“ hugsaði hún,“ skrifar hún og bætir við að síðan hafi röðinni verið breytt og hún hafi hrapað niður hana. Þá hafi ekki annað verið að gera en bíða og taka þessu af ró.

Hún segir að það sjáist vel í kapphlaupinu um að komast í bólusetningu að viðhorfið um að hver sé sjálfum sér næstur sé ríkjandi. „Þetta á ekki bara við um þá sem eru uppteknir af eigin mikilvægi og vilja með öllum ráðum svína á öðrum til að komast framar í forgangsröðina. Viðhorf margra er að íslensk stjórnvöld hafi gert mikil mistök með því að treysta á sjálfsagða samvinnu við aðrar þjóðir, þegar kemur að útvegun bóluefnis. Þessir einstaklingar trúa á frekju og yfirgang og eru síðan einkar duglegir við að kenna Evrópusambandinu um allt sem miður fer í Evrópu,“ segir hún og bætir við að þessu sama fólki þyki sjálfsagt að ríkar þjóðir hamstri mun meira af bóluefnum en þær hafa þörf fyrir á sama tíma og þær fátæku eigi í erfiðleikum með að útvega sér bóluefni.

„Ekki virðist talið brýnt að hjálpa þessum þjóðum, sem búa við mikla neyð. Þær þurfa aðstoð en mega víst éta það sem úti frýs. COVID er ekki beinlínis að laða fram það besta í fólki,“ eru síðan lokaorð hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars