fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Staðhæfa að kórónuveirufaraldurinn eigi rætur að rekja til rannsóknarstofu í Wuhan

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 09:00

Veiran fór illa með konuna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska utanríkisráðuneytið segir að vísindamenn hjá Wuhan Institute of Virology hafi verið að gera tilraunir með veiru sem svipar mjög til SARS-CoV-2 (COVID-19) áður en heimsfaraldurinn braust út. Segist ráðuneytið hafa upplýsingar um að vísindamenn hjá rannsóknarstofunni hafi veikst og verið með sjúkdómseinkenni sem líkjast COVID-19 haustið 2019 en það er áður en fyrsta staðfesta tilfelli COVID-19 kom upp.

Sky News skýrir frá þessu og segir að í nýrri yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins sé kínverski kommúnistaflokkurinn sakaður um „banvæna þráhyggju varðandi leynd og stjórn“ og að í rannsóknarstofunni hafi verið gerðar tilraunir með veiru sem líkist kórónuveirunni mjög.

Fyrstu staðfestu tilfelli faraldursins voru í Wuhan og hefur verið talið að rekja megi uppruna þeirra til matvælamarkaðar í borginni þar sem villt dýr eru seld.

Flestir vísindamenn telja að veiran hafi borist í fólk frá dýrum en sumir hafa viðrað þann möguleika að hún gæti óvart hafa sloppið út úr rannsóknarstofunni í Wuhan.

Ríkisstjórn Trump hefur verið sérstaklega gagnrýnin í garð Kínverja eftir að heimsfaraldurinn braust út.

Í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins segir að vísindamenn hafi verið að gera tilraunir í rannsóknarstofunni með RaTG13-leðurblökuveiruna sem er sú veira sem er skyldust SARS-CoV-2. Veiran hafi óvart sloppið út og nokkrir vísindamenn veikst og hafi sjúkdómseinkennin verið lík einkennum COVID-19 veikinda.

Bandarískir embættismenn játa að þeir viti ekki með vissu hvenær eða hvernig veiran hafi borist í fólk.

Talsmenn rannsóknarstofunnar hafa alla tíð vísað ásökunum á borð við þessa á bug og það hafa kínversk stjórnvöld einnig gert. Þau hafa raunar gengið enn lengra og sagt að faraldurinn gæti hafa átt upptök sín í öðru landi en kínversk yfirvöld hafa verið sökuð um að reyna að breiða yfir staðreyndir málsins og fegra söguna, sér í vil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti