fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Trump sagður ætla að náða Steve Bannon – Uppfært

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 04:55

Steve Bannon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CNN segir að Donald Trump ætli að náða Steve Bannon, fyrrum aðalráðgjafa sinn. Þetta hefur ekki enn verið staðfest opinberlega en CNN vitnar í ónafngreinda heimildarmenn í Hvíta húsinu.

Listi með nöfnum 100 manns, sem Trump ætlar að náða, hefur ekki enn verið birtur opinberlega en margir hafa velt fyrir sér hvort nafn Bannon yrði að finna á honum. Hann er grunaður um svik á netinu og peningaþvætti en allt að 20 ára fangelsi getur legið við afbrotum hans. Bannon kom fyrir dómara í ágúst og játaði sök. Hann var látinn laus gegn fimm milljón dollara tryggingu.

Forseti Bandaríkjanna getur náðað fólk fyrir afbrot sem það hefur framið þótt dómur hafi ekki verið kveðinn upp.

Bannon var og er umdeildur en hann er lengst til hægri í stjórnmálum. Samband hans og Trump var stormasamt á meðan hann gegndi ráðgjafarstörfum fyrir forsetann. Trump hefur þó heldur sæst við þennan fyrrum bandamann sinn að undanförnu því Bannon hefur verið iðinn við að kynda undir tilhæfulausar samsæriskenningar Trump um að rangt hafi verið haft við í forsetakosningunum í nóvember.

CNN hefur eftir heimildarmönnum að Trump hafi ekki tilkynnt um ákvörðun sína fyrr en skömmu áður en gengið var frá listanum með nöfnum þeirra 100 sem hann ætlar að náða. Sagðist hann náða Bannon eftir mikla íhugun.

Náðanirnar verða eitt síðasta embættisverk Trump.

Uppfært klukkan 06:15

CNN segir að Hvíta húsið hafi fyrir skömmu birt lista með nöfnum 73 sem Trump náðar, þar á meðal er Steve Bannon. Að auki styttir Trump refsingu 70 til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift