fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Gestir á lúxushótelum í Ölpunum í sóttkví – Mjög smitandi afbrigði kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 17:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk á hótelum í St. Moritz í Sviss er nú í sóttkví vegna sérstaklega smitandi afbrigðis af kórónuveirunni sem herjar á bæinn. Það sama gildir um ferðamenn í bænum og eru um hundrað þeirra í sóttkví þar. Smit hafa komið upp á tveimur lúxushótelum í þessum 5.000 manna bæ. Búið er að loka skólum og allir eru beðnir um að nota andlitsgrímur þegar þeir eru utan heimila sinna. Bærinn er þekktur ferðamannastaður en þangað sækir aðallega efnafólk, ekki síst til að komast á skíði.

Á annan tug manna, sem tengjast fimm stjörnu hótelunum Kempinski og Badrutt‘s Palace hafa greinst með mjög smitandi afbrigði kórónuveirunnar, afbrigði sem stundum hefur verið nefnt suður-afríska afbrigðið en það ber heitið 501.V2.  Blick skýrir frá þessu. Yfirvöld hafa þó ekki staðfest að um þetta afbrigði veirunnar sé að ræða því enn er ekki búið að rannsaka sýnin að fullu.

Christian Gartmann, sem stýrir viðbrögðum bæjarins við COVID-19, sagði í samtali við Blick að það væri aðallega starfsfólk á hótelunum sem væri smitað. Ekki væri um beinan faraldur að ræða, heldur nokkurn fjölda tilfella. Hann sagði að bæjarbúar verði að umgangast eins fáa og þeir geta á næstunni.

501.V2 afbrigðið er talið mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar að B117 afbrigðinu undanskildu, hinu svokallaða breska afbrigði, en það er talið álíka smitandi.

300 hótelstarfsmenn og tæplega 100 gestir eru nú í sóttkví og bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku áður en þeir mega blanda geði við annað fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið