fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Pressan

Þessi 20 dollara seðill er að minnsta kosti 57.000 dollara virði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 06:50

Þetta er ansi verðmætur seðill. Mynd:Heritage Auctions

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig getur staðið á því að 20 dollara peningaseðill er að minnsta kosti 57.000 dollara virði? Ástæðan er að mistök urðu við prentun hans, ansi sérstök mistök og því virðast margir vilja eignast hann.

Seðillinn er nú til sölu á uppboði hjá Heritage Auctions, sem er uppboðshús í Dallas. Margir safnarar fylgjast vel með uppboðinu og bjóða í að sögn talsmanna Heritage Auctions.

„Það er búið að skoða seðilinn rúmlega 4.300 sinnum á vefsíðunni okkar,“ sagði Dustin Johnston, framkvæmdastjóri seðla- og myntdeildar uppboðshússin. Uppboðinu lýkur 22. janúar. Þegar þetta er skrifað er komið boð upp á 57.000 dollara í seðilinn en það jafngildir um 7,4 milljónum íslenskra króna. Ef þetta verður hæsta boðið verður heildarkostnaður kaupandans 69.000 dollarar því hann þarf einnig að greiða þóknun til uppboðshússins.

Seðillinn var prentaður 1996. Hann er einstakur vegna þess að á honum er límmiði frá Del Monte ávaxtaframleiðandanum. Miðinn hefur af einhverjum orsökum endað á seðlinum í prentferlinu og því var innsigli fjármálaráðuneytisins og raðnúmer seðilsins prentað á miðann.

Seðilinn kom fyrst fyrir almenningssjónir 2003 þegar háskólastúdent bauð hann til sölu á eBay. Hann hafði fengið hann úr hraðbanka. Seðillinn seldist þá fyrir um 10.000 dollara. Hann var seldur aftur 2006 á uppboði hjá Heritage Auction og þá fengust 25.000 dollarar fyrir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nærmynd af meintum morðingja sem hefur verið hylltur sem hetja og fordæmdur sem hryðjuverkamaður – Hver er Luigi Mangione?

Nærmynd af meintum morðingja sem hefur verið hylltur sem hetja og fordæmdur sem hryðjuverkamaður – Hver er Luigi Mangione?
Pressan
Í gær

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyddust til að snúa vélinni við eftir 1.500 km flug – Flugmaður gleymdi vegabréfinu

Neyddust til að snúa vélinni við eftir 1.500 km flug – Flugmaður gleymdi vegabréfinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur ofurnjósnari er látinn – Flúði frá Rússlandi í farangursrými

Breskur ofurnjósnari er látinn – Flúði frá Rússlandi í farangursrými
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra