fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Trump-nafnið er orðið fjárhagslegur baggi fyrir forsetann

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 09:00

Trump er til rannsóknar vegna meints kosningasvindls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna var hann þekktur fyrir viðskiptaveldi sitt sem ber nafn hans. En vörumerkið „Trump“ er nú ansi skaddað eftir þau fjögur ár sem hann sat á forsetastóli og embættistíðin gæti reynst honum dýrkeypt, fjárhagslega.

Þetta hefur AFP eftir sérfræðingum. Í kjölfar þess að stuðningsfólk Trump réðist inn í þinghúsið í Washington hafa mörg fyrirtæki skorið á tengslin við fyrirtækjasamsteypu hans eða eru að því. Meðal þeirra eru Signature Bank sem hefur lokað persónulegum reikningi Trump og PGA of America sem hætti við að halda meistaramótið 2022 á golfvelli Trump í New Jersey. Viðbrögð fjármálaheimsins eru ekki bara merki um að verið sé að taka afstöðu gegn Trump á tímapunkti þar sem hann er fordæmdur af mörgum í bandarísku samfélagi. Þetta er einnig merki um að viðskiptaveldi hans sé í mikilli krísu, ekki síst vegna heimsfaraldursins.

Mörg samtök í atvinnulífinu hafa gagnrýnt þátt Trump í árásinni á þinghúsið, þar á meðal stærstu samtök stéttarfélaga, AFL-CIO.

„Nafn Trump er byrði í dag,“ sagði Michael D‘Antonio sem skrifaði ævisögu Trump 2015. Hann segir að árásin á þinghúsið hafi gjörbreytt stöðunni fyrir vörumerki forsetans. „Hann er umtalaðasti forseti sögunnar. Þetta er maðurinn sem er táknmynd fyrir ofbeldisfulla árás á bandaríska þingið. Þetta fór úr böndunum,“ sagði hann.

Tim Calkins, prófessor í markaðsfræðum við Northwestern University Kellogg School of Management, telur að vörumerkið Trump muni eiga í vök að verjast um langa hríð vegna atburða liðanna ára og þeirra ringulreiðar sem nú ríkir. „Áður en hann tók við embætti stóð Trump fyrir velmegun, góðan árangur og yfirdrifinn lúxus. Nú er þetta vörumerki sem er tengt við skoðanir andstæðar stjórnvöldum, kynþáttahatur og öfgahyggju. Þetta gerir vörumerkið mjög eitrað,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum