fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Unglingsstúlka hvarf fyrir 6 árum – Var það hún sem birtist nýlega í myndbandi á TikTok?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 05:41

Myndin til vinstri er frá Facebook en sú til hægri úr myndbandinu sem birtist á TikTok.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband, sem birtist nýlega á samfélagsmiðlinum TikTok, hefur vakið mikla athygli. Stúlka, sem sést í myndbandinu, er að margra mati Cassie Compton sem hvarf frá Stuttgart í Arkansas Í Bandaríkjunum 2014 en þá var hún 15 ára.

Í myndbandinu sést stúlka, sem virðist vera með glóðaraugu, á milli tveggja manna í aftursæti bifreiðar. Hún horfir inn í myndavélina á meðan mennirnir ræða saman.

Fljótlega eftir að myndbandið var birt á TikTok bentu margir á að stúlkan líkist CassiePeople skýrir frá þessu.

„Við þökkum fyrir allar þær ábendingar og upplýsingar sem við höfum fengið um Cassie Compton. Við erum með myndbandið frá TikTok og höfum séð færsluna á Facebook. Við vinnum að málinu í samvinnu við lögregluna í Arkansas og FBI. Þar sem rannsókn stendur yfir getum við ekki sagt meira,“ segir lögreglan í Stuttgart.

Cassie hvarf árið 2015 eftir að hafa gist hjá fjölskylduvinum. Hún kom heim á sunnudegi en þá voru móðir hennar og unnusti móðurinnar heima. Cassie kom inn í húsið og fór út aftur og síðan hefur ekkert til hennar spurst sagði Mark Duke, lögreglustjóri, fyrir tveimur árum. Cassie sagði móður sinni að hún væri að fara út að versla en hún skilaði sé aldrei heim aftur. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en grunur hefur beinst að unnusta móður Cassie.

Einkaspæjari, sem hefur leitað að Cassie árum saman, segir að stúlkan í myndbandinu líkist henni ótrúlega mikið en hefur ekki getað staðfest með fullri vissu að það sé Cassie sem sést í myndbandinu.

Eftir að myndbandið var birt deildi kona öðru myndbandi á TikTok þar sem hún sagði að það væri hún sem sést í fyrra myndbandinu. Hún sagðist ekki vita hver Cassie er og sagðist hafa fengið glóðaraugun í ráni. Upprunalega myndbandinu var síðan eytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið