fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Guðlaugur Þór varar við vinstri stjórn – „Þá munum við aldrei ná viðspyrnu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. janúar 2021 09:51

Guðlaugur Þór. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hættan er auðvitað sú að hér komi aftur ríkisstjórn svipað samsett og borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík, sem tókst að stórauka skuldir allt góðærið og komst að því að Reykjavíkurborg væri að stórtapa á ferðamönnum. Nú er borgin laus við ferðamenn, en samt batnar fjárhagur borgarinnar ekkert,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í helgarviðtali við Morgunblaðið.

Guðlaugur fer um víðan völl í viðtalinu en í lokin víkur hann að þeirri hættu sem hann telur stafa af mögulegri vinstri stjórn, en kosningar til Alþingis verða í haust. Hann telur stjórnarmeirihlutann í borginni skorta raunveruleikatengsl og óttast að hið sama verði ráðandi í mögulegum vinstri meirihluta við landsstjórnina eftir kosningar:

„Allt þetta ber vott um að tengslin við raunveruleikann séu ekki upp á marga fiska. Það væri skelfilegt ef sömu sömu sjónarmið fengju að ráða í landsstjórninni, Því þá er voðinn vís, þá munum við aldrei ná viðspyrnu og aldrei vinna okkur út úr þessu, munum aldrei verða það sem við viljum vera, sem er opið og alþjóðlegt land, þar sem allir, og sérstaklega unga fólkið, fá tækifæri til þess að njóta hæfileika sinna og byggja undir sig og sína.“

Guðlaugur segir að stjórnarsamstarfið við VG hafi gengið vel en þó má greina undir yfirborðinu að ýmislegt hafi gengið á. Aðspurður hvort stjórnarsamstarfið hafi verið erfitt segir hann:

„Við getum bara orðað það sem svo, að það er vandi fyrir svo ólíka flokka að vera samstiga. Við erum oft mjög ósammála, stundum um hluti, sem okkur finnast vera grundvallaratriði.“

Aðspurður hvort rifist sé í ríkisstjórninni segir Guðlaugur:

„Neeei, ég get ekki sagt það. En við skiptumst á skoðunum, kannski meira á milli ríkisstjórnarfunda, einmitt til þess að þeir séu skilvirkir. En það er engin háreysti á milli manna og menn leggja sig fram um að leysa hlutina í friði. Eins og mér finnst að fólk eigi að vinna, hvort sem er í ríkisstjórn eða á öðrum vinnustöðum.“

Hann segir Sjálfstæðisflokkinn og VG vera oft mjög ósammála en málamiðlanir séu gerðar:

„Stutta sagan er þessi: Okkur hefur gengið jafnvel að sannfæra vinstri græn um ágæti okkar hugmynda og hugsjóna og þeim hefur gengið við okkur. Bara ekki neitt. En við náum málamiðlunum og gætum þess yfirleitt að ganga ekki of nærri samstarfsflokkunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi