Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu eftir að hann og eiginkona hans, Þóra Margrét Baldvinsdóttir, mættu í Ásmundarsal á Þorláksmessu.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hjónin rata saman í fjölmiðla og lék DV forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna.
Bjarni er Vatnsberi og Þóra er Fiskur. Það er oft litið á pörun þessara merkja sem sjaldgæfa og óvænta. Fiskurinn er viðkvæmur og treystir mikið á aðra.
Vatnsberinn er afar hugmyndaríkur en telur tilfinningar eiga að vera takmarkaðar.
Það er ávallt ys og þys í kringum þetta par og eru þau bæði afar sveigjanleg þegar kemur að því að stökkva á ný tækifæri og ævintýri. En ef þau ætla að láta sambandið ganga til frambúðar þurfa þau að vera tilbúin að mætast í miðjunni. Fiskurinn, sem vill hafa allt á útopnu, þarf að læra að halda aftur af sér og Vatnsberinn þarf að læra að opna sig meira.
Vatnsberi
26. janúar 1970
Fiskur
1. mars 1971