Þetta er að minnsta kosti niðurstaða útreikninga Jesper Rangvid, prófessors við Copenhagen Business School. Børsen skýrir frá þessu. Fyrir um mánuði síðan kom hann með fyrsta mat sitt á hvað faraldurinn muni kosta danskt efnahagslíf og þá var upphæðin 336 milljarðar. En síðan skall enn ein bylgja faraldursins á og kallaði á nýjar sóttvarnaaðgerðir. Jókst kostnaðurinn þá um 200 milljarða að mati Rangvid.
Børsen segir að við þetta hafi kostnaðurinn á hvern Dana hækkað úr 60.000 krónum í 90.000 krónur.
Útreikningar Rangvid byggja á beinum kostnaði vegna faraldursins en einnig á því að það mun taka lengri tíma en áður var talið að koma hjólum efnahagslífsins aftur á fullan snúning.
Í árslok 2020 var spáð að hagvöxtur 2021 yrði 2,8% en á síðasta ári var samdráttur upp á 3,8%. Þessi spá var sett fram með miklum fyrirvörum því ekki er hægt að spá fyrir um þróun faraldursins.