fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Biden hvetur öldungadeildina til að taka á fleiri málum en ákærunni á hendur Trump

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 11:30

Joe Biden. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hvetur öldungadeild þingsins til að leitast við að ná jafnvægi þegar ákæra á hendur Donald Trump, núverandi forseta, vegna embættisafglapa verður tekin fyrir og sinna fleiri málum um leið, þar á meðal þeim málum sem Biden leggur mikla áherslu á.

Þetta sagði Biden þegar hann tjáði sig í fyrsta sinn eftir að fulltrúadeild þingsins samþykkti að ákæra Trump. „Ég vona að leiðtogar öldungadeildarinnar finni leið til að takast á við stjórnarskrárbundnar skyldur sínar í tengslum við réttarhöldin um leið og deildin vinnur að öðrum málum sem liggur á að taka fyrir,“ sagði hann í yfirlýsingu.

Hann lagði um leið áherslu á að Bandaríkin berjist nú við heimsfaraldur kórónuveirunnar og slæmt efnahagsástand og að þörf sé á að öldungadeildin samþykki tilnefningar hans í ráðherraembætti sem fyrst eftir að hann tekur við völdum í næstu viku.

Málið gegn Trump verður ekki tekið fyrir fyrr en eftir þann tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

71 árs Bandaríkjamaður handtekinn – Var með sjö tígrisdýr heima hjá sér

71 árs Bandaríkjamaður handtekinn – Var með sjö tígrisdýr heima hjá sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk nakinn um Disneyland

Gekk nakinn um Disneyland