fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Pressan

Biden hvetur öldungadeildina til að taka á fleiri málum en ákærunni á hendur Trump

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 11:30

Joe Biden. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hvetur öldungadeild þingsins til að leitast við að ná jafnvægi þegar ákæra á hendur Donald Trump, núverandi forseta, vegna embættisafglapa verður tekin fyrir og sinna fleiri málum um leið, þar á meðal þeim málum sem Biden leggur mikla áherslu á.

Þetta sagði Biden þegar hann tjáði sig í fyrsta sinn eftir að fulltrúadeild þingsins samþykkti að ákæra Trump. „Ég vona að leiðtogar öldungadeildarinnar finni leið til að takast á við stjórnarskrárbundnar skyldur sínar í tengslum við réttarhöldin um leið og deildin vinnur að öðrum málum sem liggur á að taka fyrir,“ sagði hann í yfirlýsingu.

Hann lagði um leið áherslu á að Bandaríkin berjist nú við heimsfaraldur kórónuveirunnar og slæmt efnahagsástand og að þörf sé á að öldungadeildin samþykki tilnefningar hans í ráðherraembætti sem fyrst eftir að hann tekur við völdum í næstu viku.

Málið gegn Trump verður ekki tekið fyrir fyrr en eftir þann tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin