fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Eyjan

Segir að áhætta fylgi eignarhaldi ríkisins á bönkunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverð áhætta felst í því fyrir ríkissjóð að eiga meirihluta fjármálakerfisins því ekki er á vísan að róa á mörkuðum. Því er æskilegt að draga úr þátttöku ríkisins í rekstri banka og er sala á hluta Íslandsbanka fyrsta skrefið í þá átt. Þetta segir Friðrik Már Baldursson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. „Það virðist gleymast í umræðunni að bankarekstur er mjög áhættusamur og ekki að því vísu gengið að fá milljarða í arðgreiðslur ár eftir ár, enda getur gefið á bátinn á fjármálamörkuðum eins og flestir Íslendingar ættu að muna,“ sagði Friðrik í samtali við Fréttablaðið.

Gagnrýni hefur komið fram á fyrirhugaða sölu á Íslandsbanka og hefur verið nefnt að hugsanlega sé verið að selja á undirverði. Markaðurinn hefur eftir Snorra Jakobssyni, sérfræðingi í verðmati hlutabréfa, að ríkissjóður megi vel við una að selja á því verði sem er bókfært í ríkisreikningi en það samsvarar 80% af bókfærðu eigin fé. Líklega verði söluverðið þó lægra því arðsemi íslenskra og erlendra banka hafi heldur lækkað á síðustu árum.

Markaðurinn hefur eftir Óla Birni Kárasyni, formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, að mikilvægt sé að ríkið dragi úr þátttöku sinni á fjármálamarkaði. „Að ríkissjóður skuli binda 350 til 400 milljarða í áhætturekstri á borð við bankarekstur er eitthvað sem ekki getur staðist til lengdar. Þessum fjármunum er betur varið í uppbyggingu mennta- og heilbrigðiskerfis, svo eitthvað sé nefnt. Síðan er það ábyrgðarhluti að tryggja það að framtíðarkynslóðir séu ekki sligaðar af skuldum hins opinbera, en söluandvirði Íslandsbanka verður varið til fjármögnunar á halla ríkisrekstursins,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla