fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

Leiðarahöfundur Moggans kennir RUV um lokun fréttatíma Stöðvar 2

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkeppni og flóra á íslenskum fjölmiðlamarkaði er afleiðing veru RUV á auglýsingamarkaði sem í krafti stærðar sinnar og „skylduáskriftar“ allra Íslendinga kæfir alla samkeppni. Þetta er inntak leiðara Morgunblaðsins í dag.

Höfundur leiðarans, sem líkt og áður er nafnlaus, segir þáttaskil hafa orðið í íslenskri fjölmiðlasögu þegar „ríkisvaldinu þóknaðist loks að leyfa aðra miðla á öldum ljósvakans en Ríkisútvarpið.“ Vísar hann þar til tilkomu Stöðvar 2. „Það kom ekki aðeins áhorfendum Stöðvar 2 til góða, því við samkeppnina lifnaði líka yfir Rúv,“ skrifar höfundurinn.

Stiklar þá leiðarahöfundurinn á tilkomu fjölmiðla 21. aldarinnar, sem soga til sín auglýsingatekjur af íslenskum auglýsingamarkaði en greiðir enga skatta hér heima.

Enginn íslenskur fjölmiðill hefur verið ósnortinn af þessari þróun. Enginn nema auðvitað Ríkisútvarpið, sem áfram getur endalaust sótt sér rekstrarfé úr ríkissjóði – skattheimta skylduáskrift – og hefur að auki neytt aflsmunar á auglýsingamarkaði, á milli þess sem það nælir sér í peninga aukalega úr vösum skattgreiðenda og stundar lóðabrask, því þrátt fyrir alla meðgjöfina hefur reksturinn reynst með eindæmum losaralegur, ár eftir ár, áratug eftir áratug.

Fyrir skömmu var gerður nýr þjónustusamningur ríkisins við Ríkisútvarpið, en hann breytir litlu því að áfram er Rúv. á auglýsingamarkaði. Í gær birtist  afleiðing þessa, þegar kynnt var að Stöð 2 yrði eftir viku hrein áskriftarstöð, en við það verður kvöldfréttatími Stöðvar 2, Ísland í dag og annað fréttatengt efni aðeins aðgengilegt áskrifendum eftir að hafa verið í opinni dagskrá frá upphafi.

Leiðarahöfundur segir ákvörðun Sýnar, rekstraraðilar Stöðvar 2, skiljanlega en segir ljóst að áskrifendum mun ekki fjölga um þann fjölda sem hingað til hefur horft á fréttatíma Stöðvar 2 í opinni dagskrá. Þannig mun, útskýrir höfundurinn, samkeppni minnka á fjölmiðlamarkaði og fjölmiðlun og lýðræðisleg umræða líða fyrir það „að í sjónvarpi hafi þorri þjóðarinnar aðeins aðgang að einu sjónarhorni, fréttastofu hins opinbera.“

Rekstrarvandi fjölmiðla er ekkert leyndarmál hér á landi og mikið um hann rætt. Þannig var til dæmis stór þáttur í viðbragði ríkisins vegna Covid-19 faraldursins að tryggja rekstrargrundvöll frjálsra fjölmiðla, líkt og frægt er orðið. Leiðarahöfundur bendir á þetta og segir fyrirferð RUV á auglýsingamarkaði helst um að kenna, og ef til vill aðgerðaleysi stjórnvalda sem þó hafa bent ítrekað á að þetta þurfi að laga.

Flestir eru sammála um þetta, en samt hefur ótrúlegrar tregðu gætt í umbótaátt; frekar miðað aftur á bak en hitt. Það mun ekki fara framhjá neinum í næstu viku þegar klukkunni er snúið aftur um 34 ár og fréttastofa Ríkisútvarpsins verður aftur nær einráð í sjónvarpi. Lilja Alfreðsdóttir sagði í samtali við mbl.is, að ná þyrfti pólitískri sátt um stöðu Rúv. á auglýsingamarkaði, hún vilji hafa fjölmiðlaumhverfið og auglýsingaumhverfið eins og það er á Norðurlöndum. Til þess sé skynsamlegast að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Um þetta virðast margir þingmenn sammála. En á hverju strandar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör