fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Fókus

Augnablikið þegar hann fattaði eftir 17 ár að sonur hans væri ekki kínverskur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 09:01

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir elskaði son sinn frá augnablikinu sem hann sá hann fyrst. Hann og eiginkona hans ákváðu að ættleiða eftir að hafa reynt að eignast barn í nokkur ár.

Ættleiðingarstofan tengdu John og Laylu við „asískt par“ sem gat ekki hugsað um son sinn. Kidspot greinir frá. Nöfnum hefur verið breytt.

John sagði sögu þeirra á Reddit sem varð síðar breytt í myndband á TikTok sem vakti gríðarlega athygli.

„Við fullvissuðum parið að við myndum elska barnið. Sem var sannleikurinn því við elskuðum hann samstundis,“ segir John.

En eftir átta mánuði byrjuðu þau að fá samviskubit. Ekki vegna þess að þau hafi ættleitt son sinn. Því þeim fannst að þau, hvítt vestrænt par, væru að svipta son sinn menningararfi sínum.

„Fullkomni kínverski sonur okkar myndi alast upp á hvítu heimili með tveimur aulum,“ sagði John.

Þau ákváðu að kynna son sinn fyrir eins mikilli kínverskri menningu og þau gátu. Þau skráðu hann í tíma mandarín-kínversku, eignuðust kínverskt vinapar sem urðu eins konar „frænka og frændi“ sonar þeirra.

„Við fórum meira segja í fjölskylduferðalög til Kína á nokkurra ára fresti,“ segir hann.

Sannleikurinn

Það liðu hins vegar sautján ár þar til John og Layla komust að sannleikanum. Sonur þeirra var að sækja um háskóla og fjölskyldan þurfti að fylla út alls konar umsóknir og eyðublöð.

„Ég var að leita að einhverjum pappírum á skrifstofunni minni og rakst á ættleiðingarskjölin hans, og þá sá ég það. Eitthvað svo augljóst, eitthvað svo hræðilega greinilegt, eitthvað sem hvorki ég né eiginkona mín höfðum áttað okkur á,“ segir John.

„Nöfn líffræðilegra foreldra hans voru Park og Kim (skrifað á kóresku). Sonur okkar er kóreskur.“

Þannig sonur þeirra var sautján ára af kóreskum ættum, ólst upp með hvíta foreldra og talar reiprennandi kínversku.

@mrsmedeiros##reddit ##tifu ##happynewyear♬ Reddit Stories Part 2 – Mrs. Medeiros

John sagði ekki frá því hvernig sonur hann tók fréttunum, en TikTok hafði ýmislegt að segja um sögu John og sonar hans.

„Gaur, hann hefði getað lært kóresku, það er svo miklu auðveldara,“ sagði einn.

„Hann á eftir að komast í Harvard með þessa sögu, svo það er allavega eitthvað,“ sagði annar.

„Þetta er hræðilegt – en hugsunin á bak við þetta var allavega jákvæð þó hún hafi verið vitlaus,“ sagði sá þriðji.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Ragnhildur með ráðin sem virka gegn aukakílóunum

Ragnhildur með ráðin sem virka gegn aukakílóunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keyrði hættulegasta veg á Íslandi – Er undir sjávarmáli á kafla

Keyrði hættulegasta veg á Íslandi – Er undir sjávarmáli á kafla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ef þú færð mörg stig á þessu nostalgíuprófi gæti aldurinn verið farinn að segja til sín

Ef þú færð mörg stig á þessu nostalgíuprófi gæti aldurinn verið farinn að segja til sín