Um samhæfðar aðgerðir lögreglunnar var að ræða um allt land og beindust þær gegn „stærstu alþjóðlegu glæpasamtökunum í landinu“ að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. 11 voru handteknir í aðgerðunum. Meðal þeirra er leiðtogi samtakanna en hann er hollenskur.
Auk ecstasy lagði lögreglan hald á 76 kíló af amfetamíni, 39,5 kíló af metamfetamíni, 217 lítra af fljótandi amfetamíni en úr því væri hægt að framleiða 738,5 kíló af amfetamíndufti. Að auki fundust um 40 kg af hassi sem átti að smygla til Hollands til að fjármagna kaup á efnum til framleiðslu fíkniefna í tveimur verksmiðjum í Barcelona.