fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Kim Jong-un skiptir um titil – Ekki lengur formaður heldur aðalritari

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 22:30

Kim Jong-un. Mynd: EPA-EFE/KCNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn samþykkti þing norður-kóreska Verkamannaflokksins einróma að leiðtogi landsins, Kim Jong-un, verði ekki lengur titlaður formaður flokksins heldur aðalritari.

Ríkisfréttastofan KCNA skýrði frá þessu að sögn AFP. Í frétt ríkisfréttastofunnar, sem er eina fréttastofa landsins, kemur fram að allir þingfulltrúar hafi greitt tillögunni atkvæði sitt með lófaklappi.

Ahn Chan-il, landflótta Norður-Kóreumaður, sem vinnur að rannsóknum á vegum World Institute for North Korea Studies i Suður-Kóreu, telur að breytingunni sé ætlað að styrja völd Kim Jong-un, sem er einræðisherra í landinu, á erfiðum tímum efnahagslega.

„Kim vildi skapa sjálfum sér og valdatíma sínum nýja ímynd, öðruvísi en ímynd föður hans, með því að vera „formaður“ en það virðist sem hann þurfi að leggja áherslu á tengsl sín við föður sinn til að styrkja sig í sessi sem leiðtogi á þessum erfiðu tímum,“ hefur AFP eftir Ahn Chan-il.

Fyrir helgi viðurkenndi Kim Jong-un fyrir þingheimi að fimm ára efnahagsáætlun landsins, sem var samþykkt á síðasta flokksþingi verkamannaflokksins, hafi ekki gengið eftir. „Næstum allt hefur brugðist í henni,“ sagði hann í opnunarræðu sinni á þriðjudaginn.

Kórónuveirufaraldurinn hefur ekki bætt ástandið í þessu harðlokaða einræðisríki. Í janúar var landamærum landsins lokað til að vernda það fyrir kórónuveirunni sem var þá farin á kreik í Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt
Pressan
Í gær

Þessi störf auka hármissi

Þessi störf auka hármissi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester