Þetta kom fram á stórri heilbrigðisráðstefnu. Þetta byggir fyrirtækið á þeim gögnum sem nú þegar eru fyrir hendi um bóluefni fyrirtækisins. Á ráðstefnunni kom einnig fram að fyrirtækið hafi trú á að sú tækni sem bóluefnið var þróuð með henti vel til að takast á við stökkbreytta afbrigðið sem uppgötvaðist á Bretlandi og hefur verið nefnt „enska afbrigðið“ en það er mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar.
Bóluefni Moderna byggir á mRNA sem er ný tækni en Pfizer og BioNTech notuðu þessa sömu tækni við þróun bóluefnis fyrirtækjanna sem kom á markað fyrir nokkrum vikum. Með þessari tækni er hægt að þróa bóluefni hraðar en hefðbundin bóluefni og einnig ætti að vera tiltölulega einfalt að aðlaga mRNA-bóluefni að stökkbreyttum afbrigðum veirunnar.
Í desember tilkynnti Moderna að fyrirtækið muni gera rannsóknir til að tryggja að bóluefnið virki gegn öllum afbrigðum veirunnar.
Fyrirtækið væntir þess að afhenda á milli 600 og 1.000 milljónir skammta af bóluefninu á árinu. Þetta sagði Stéphane Bancel, forstjóri þess, á ráðstefnunni í gær.
Áður hefur komið fram að bóluefnið frá Moderna veiti 94% vernd gegn kórónuveirunni.