fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Var ranglega greind án leghálskrabbameins – „Þetta er ljót saga en hún er sönn“ –

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 11. janúar 2021 19:40

Freyja fór áfram á hörkunni. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var líkt og þruma úr heiðskíru lofti þegar fréttir bárust af mistökum við skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands og þeim hræðilegu afleiðingum sem mistökin höfðu. Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem mistök eiga sér stað.

Freyja Jónsdóttir blaðakona greindist með leghálskrabbamein árið 2009. „Ég hef alltaf farið á tveggja ára fresti í leghálsskoðun. Aldrei fékk ég neitt bréf frá þeim. Ég treysti nú ekki alltaf póstinum svo ég hringdi líka og fékk alltaf svarið að ekkert væri athugavert.“

Freyja fékk þó á tilfinninguna að ekki væri allt með felldu. Því leitaði hún til kvensjúkdómalæknis. Þar tók læknir sýni og dreif í rannsókn. Fjórum dögum síðar hringdi læknirinn í Freyju og sagði: „Þú ert með bullandi krabbamein.“

Læknir Freyju taldi að krabbameinið hefði verið að grassera innra með henni í minnst átta ár. Á þessum átta árum hafði Freyja ítrekað farið í skimun til Krabbameinsfélagsins. Freyja var strax send í umfangsmikla krabbameinsmeðferð og á fáeinum mánuðum hafði hún farið um þrjátíu sinnum í geislameðferð.

Áfram á vonskunni

„Á þessum tíma verð ég alveg ofboðslega reið. Ég hringi upp í Krabbameinsfélag og fæ að tala við mannkerti sen starfaði þar þá, en vinnur þar reyndar ekki lengur. Ég reyndi að vera ekki dónaleg en ég sagði honum hvað hefði komið upp. Þá fer hann að vera með smá útúrsnúninga sem jöðruðu við stæla. Það fóru á milli okkar svolítið harkleg orðaskipti en þó þannig að mér fannst ég snúa hann niður og ég er svolítið ánægð með það. Í kjölfarið fer ég áfram á vonskunni. Ég var svo reið að ég get eiginlega ekki lýst því, ég hef aldrei orðið svona reið á ævinni.

Eftir þrjátíu geislameðferðir var krabbameinið farið. En það tók sig þó aftur upp einu og hálfu ári síðar. „Þá fór ég fjórum sinnum í einhverja rosalega dúndur geisla og þeir bara rotuðu krabbameinið það vel að það hefur ekkert borið á því síðan.“

Fegin að sleppa lifandi

Freyja varð því ekki hissa þegar greint var frá mistökum Krabbameinsfélagsins nú í haust. „Í fávisku minni á þeim tíma hélt ég að ég væri undantekningin, ég væri bara einstakt tilfelli.“

Það er þó áfall að greinast með krabbamein og í tilfelli Freyju var staðan metin svo að það lægi á að koma henni í meðferð við meininu og fór hún tvisvar til þrisvar í hverri viku í geisla. „Maður hafði ekki rænu á að berja á andstæðingnum, sem er náttúrulega Krabbameinsfélagið.“

Freyja leitaði ekki réttar síns á sínum tíma líkt og fjöldi kvenna er að gera í dag. „Sennilega hefði ég átt að gera það. Ég var bara svo fegin að sleppa lifandi. Þetta er ljót saga en hún er sönn. Mér finnst þetta svo ófyrirgefanlegt og svo svívirðilegt að enn er ég alveg öskureið, ekki bara út af mér heldur út af öllum ungu konunum sem dóu frá börnunum sínum litlu.“

Missti aldrei kjarkinn

Freyja er áfram í eftirliti krabbameinslæknis í dag og glímir við afleiðingar veikindanna. Meðal annars fékk hún meinvörp í mjaðmabein sem ekki er hægt að losa hana við og gera henni erfitt um gang.

„Mér skilst að ég hafi sloppið alveg svakalega vel en það munaði mjóu og þetta var verk Krabbameinsfélagsins. Þetta gerðist út af eintómri handvömm og kæruleysi og það þarf virkilega að skoða þetta Krabbameinsfélag, hvernig það er rekið og hvaðan peningarnir koma.“

Freyja er þó afar þakklát fyrir Landspítalann og það hæfa og góða fólk sem hjálpaði henni í gegnum veikindin. Sem og fyrir fjölskyldu sína, börn, tengdabörn og barnabörn. Hún býr líka að einstökum baráttuvilja.

„Á þessum tíma missti ég aldrei kjarkinn, kenndi aldrei í brjóst um sjálfa mig og mér datt ekki í hug að hrökkva upp af út af þessu. Ég var ákveðin í að gera það ekki. Síðan á ég afskaplega góða ketti, sem fögnuðu mér alltaf þegar ég kom heim eftir geisla. Þeir máttu náttúrulega alls ekki við því að missa mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Í gær

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær tveggja ára fangelsi fyrir manndráp á Lúx

Fær tveggja ára fangelsi fyrir manndráp á Lúx
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi