fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

25 ákærur vegna hryðjuverka gefnar út í kjölfar árásarinnar á bandaríska þinghúsið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 07:50

Svona atburðir eiga ekki að endurtaka sigMynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 25 ákærur hafa verið gefnar út vegna hryðjuverka og fyrirætlana um hryðjuverk í kjölfar árásarinnar á bandaríska þinghúsið í síðustu viku. Lögreglan hefur fundið vopn, heimagerðar eldsprengjur og sprengiefni heima hjá mörgum þeirra sem hafa verið handteknir vegna árásarinnar.

Þetta kemur fram í endurriti af samtali Jason Cow, þingmanns Demókrata, og Ryan McCarthy, sem fer með málefni hersins í ríkisstjórn Donald Trump.

Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu hafa 70 verið handteknir vegna árásarinnar.

Í samtali Cow og McCarthy kom fram að vopn og sprengiefni hafi fundist hjá sumum hinna handteknu. „Þetta bendir til að það hafi rétt svo tekist að koma í veg fyrir enn meiri hörmungar,“ sagði Cow að samtali þeirra loknu.

McCarthy segir að varnarmálaráðuneytið geri sér ljóst að enn sé hætta á svipaðri árás og var gerð á þinghúsið í tengslum við embættistöku Joe Biden þann 20. janúar næstkomandi. Ekki er talið útilokað að til árásar komi þann dag eða dagana á undan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga