Frá því að Bretar slitu tengslin við ESB endanlega á miðnætti á gamlárskvöld hafa þær reglur gilt að vörur sem eru fluttar til Norður-Írlands verða að fara í gegnum toll. The Guardian hefur eftir Seamus Leheny, hjá Logistics UK, að margir hafi ekki haft hugmynd um þessa nýju reglu. Því hafi verið dæmi um að flutningabílar hafi komið til Belfast án þess nein fylgiskjöl væru með farmi þeirra. Hann sagði einnig að 15 flutningabílar frá einu fyrirtæki hafi ekki komist til Norður-Írlands því bílstjórarnir höfðu ekki fengið nauðsynlega skjöl með. Annað fyrirtæki sendi 285 flutningabíla til að sækja vörur en aðeins 100 hafi komist aftur til Norður-Írlands. Þetta hafi valdið truflunum á matvælaflutningum.
Hann gagnrýndi stjórnvöld og sagði upplýsingar skorta um hvaða skjöl þurfi að fylla út og hafa meðferðis.