fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Undirmönnun hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu – Mikil óánægja meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. janúar 2021 08:55

Jón Viðar Matthíasson, er slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum vikum hefur verið mikið álag á Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS). Mikil óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna með mönnun liðsins og svokallaðar krossvaktir. Í þeim felst að starfsmaður er skráður á slökkviliðs- og sjúkrabíl samtímis.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að mikill erill í kringum tímafreka sjúkraflutninga komi niður á mönnun slökkvibíla. „Samkvæmt reglugerðinni eiga að vera fimm menn á hverjum dælubíl og það er reynt að láta það ganga upp,“ er haft eftir Bjarna Ingimarssyni, varaformanni Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Hann sagði jafnframt að flest verkefnin tengist sjúkraflutningum og að undanförnu hafi verkefni SHS verið allt að 140 á dag. Þá séu sjúkrabílarnir meira og minna uppteknir í verkefnum og það hafi að sjálfsögðu áhrif á dælubílana. „Þá erum við að fara kannski niður í tvo til þrjá á hvern bíl. Það hefur komið fyrir að aðeins varðstjórinn sé eftir á stöðinni,“ sagði hann einnig.

Töluverð umræða var um mönnunina í kjölfar hins mannskæða bruna á Bræðraborgarstíg 25. júní síðastliðinn. Þá voru allir fjórir slökkviliðsbílarnir, sem komu á vettvang, undirmannaðir. Þetta voru bílar frá öllum stöðvum SHS. Ekkert hefði því mátt koma upp á sem krafðist þess að slökkviliðsbíll yrði sendur á vettvang.

Í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um brunann á Bræðraborgarstíg kemur fram að í ljósi þess mikla álags sem almennt er í sjúkraflutningum á svæði SHS telji HMS þörf á að íhuga alvarlega möguleika á að efla mannafla liðsins.

Fréttablaðið segir að það sé ekkert nýtt að SHS glími við undirmönnun og sú staða hafi áður komið upp að aðeins einn sjúkrabíll hafi verið í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Staðan hefur verið sérstaklega flókinn í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Mannskap hafi verið bætt við til að mæta fjölgun sjúkraútkalla en það hafi ekki dugað til.

Vegna faraldursins mega slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn ekki fara á milli starfsstöðva og ekki má kalla út aukavaktir vegna veikinda og annarra forfalla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans