Morgunblaðið hefur eftir Yngva Harðarsyni, hagfræðingi, að ef það dregur úr væntingum almennings vegna hægagangs við bólusetningu geti það dregið úr einkaneyslu og framkvæmdum í vor.
Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, sagði að erfið staða í helstu viðskiptalöndum muni hafa áhrif á eftirspurn eftir ferðalögum, óháð því hvaða aðgerða verður gripið til hér á landi. Hún sagði að erfið staða ferðaþjónustunnar bitni ekki síst á láglaunafólki, allt sé þetta uppskrift að áframhaldandi atvinnuleysi á næstu mánuðum. Hún sagðist vera svartsýn út frá því hvernig staðan er erlendis.