Á hverju ári gefur TC Candler út lista yfir hundrað „fallegustu andlit“ í heimi.
Í ár prýðir Yael Shelbia efsta sætið. Yael er nítján ára gömul og frá Ísrael. Hún er um þessar mundir að sinna skylduþjónustu sinni í ísraelska flughernum.
View this post on Instagram
„Ég hef aldrei unnið eitthvað, þetta er mjög gaman,“ sagði Yael í samtali við Times of Israel.
Yael er í sambandi með Brandon Korff, 35 ára barnabarni bandaríska auðkýfingsins Sumner Redstone. Það vakti mikla athygli þegar Brandon var gert að yfirgefa Ísrael síðasta vor fyrir að brjóta sóttvarnarreglur þegar hann heimsótti Yael í laumi.
Yael starfar sem fyrirsæta og hefur meðal annars setið fyrir fyrirtæki Kim Kardashian, KKW Beauty, og ísraelska tískufyrirtækið Renuar.
Hún nýtur einnig mikilla vinsælda á Instagram með rúmlega milljón fylgjendur.
View this post on Instagram