fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Eyjan

Bjarni Ben birtir myndband – „Gott að minnast stóru stundanna“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 4. janúar 2021 10:56

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra birti í dag myndband á Twitter-síðu sinni. Myndbandið virðist vera nokkurs konar tilraun til að ná til meðal-Íslendingsins, líklegast gert í von um að fólk gleymi Ásmundarsals-skandalnum sem gerði allt vitlaust um hátíðirnar.

Einhverjir hafa haft það á orði að Bjarni sé virkilega viðkunnalegur í myndböndum sem þessum. Hefur þessi týpa af Bjarna jafnvel verið kölluð PR-Bjarni, eða almannatengsla-Bjarni, þar sem markmiðið virðist vera að ná til landans með góðri ímyndarsköpun.

Myndbandið sem Bjarni birtir í þetta sinn minnir óneitanlega á kökumyndbandið hans fræga, sem var einkar vel heppnað og vakti mikla lukku.

„Gleðilegt nýtt ár kæru vinir. Á fyrsta vinnudegi ársins er gott að minnast stóru stundanna á nýliðnu ári,“ segir Bjarni í Twitter-færslunni með myndbandinu. „Á mínu heimili stóð upp úr að ég varð afi í fyrsta sinn og hundurinn Bó varð fjögurra hvolpa faðir!“

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Samskiptin við Bandaríkin lík samskiptum við alræðisríki

Þorsteinn Pálsson: Samskiptin við Bandaríkin lík samskiptum við alræðisríki