Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra birti í dag myndband á Twitter-síðu sinni. Myndbandið virðist vera nokkurs konar tilraun til að ná til meðal-Íslendingsins, líklegast gert í von um að fólk gleymi Ásmundarsals-skandalnum sem gerði allt vitlaust um hátíðirnar.
Einhverjir hafa haft það á orði að Bjarni sé virkilega viðkunnalegur í myndböndum sem þessum. Hefur þessi týpa af Bjarna jafnvel verið kölluð PR-Bjarni, eða almannatengsla-Bjarni, þar sem markmiðið virðist vera að ná til landans með góðri ímyndarsköpun.
Myndbandið sem Bjarni birtir í þetta sinn minnir óneitanlega á kökumyndbandið hans fræga, sem var einkar vel heppnað og vakti mikla lukku.
„Gleðilegt nýtt ár kæru vinir. Á fyrsta vinnudegi ársins er gott að minnast stóru stundanna á nýliðnu ári,“ segir Bjarni í Twitter-færslunni með myndbandinu. „Á mínu heimili stóð upp úr að ég varð afi í fyrsta sinn og hundurinn Bó varð fjögurra hvolpa faðir!“
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið:
Gleðilegt nýtt ár kæru vinir.
Á fyrsta vinnudegi ársins er gott að minnast stóru stundanna á nýliðnu ári. Á mínu heimili stóð upp úr að ég varð afi í fyrsta sinn og hundurinn Bó varð fjögurra hvolpa faðir!
Ég fór yfir það sem hæst bar á árinu hér: https://t.co/hZXmPoDZbS pic.twitter.com/q07jjBnWFS
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) January 4, 2021