fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Óveður og veðurfarslegir atburðir kostuðu heimsbyggðina 150 milljarða dollara á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 3. janúar 2021 18:30

Fellibyljir valda oft miklu tjóni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

10 kostnaðarsömustu óveðrir og veðurfarslegir atburðir ársins 2020 kostuðu samtals 150 milljarða dollara. Þetta er hærri upphæð en á síðasta ári og sýnir langtímaáhrif hnattrænnar hlýnunnar að því er segir í nýrri skýrslu. Að minnsta kosti 3.500 manns létust í þessum hamförum og 13,5 milljónir hröktust frá heimilum sínum.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að þessir óveðursatburðir ársins hafi verið allt frá stjórnlausum gróður- og skógareldum til fellibylja. Mat á tjónsupphæðum nær aðeins yfir það sem tryggingafélög bæta en heildartjónið var miklu hærra því megnið af tjóninu var ótryggt.

Það þarf ekki að koma á óvart að það voru fátækustu þjóðirnar sem urðu fyrir mesta tjóninu að því er segir í skýrslunni sem ber heitið „Count the cost of 2020: a year of climate breakdown“ en hún er frá Christian Aid mannúðarsamtökunum.

Fram kemur að aðeins 4% af því tjóni sem varð af völdum öfgafulls veðurs í fátækum ríkjum hafi verið tryggt en í ríku löndunum er hlutfallið 60%. Er vísað til nýrrar rannsóknar um þetta en hún var birt í The Lancet í nóvember.

Óveður hafa auðvitað herjað á mannkynið öldum saman, löngu áður en hnattræn hlýnun af mannavöldum fór að hafa áhrif að sögn skýrsluhöfunda. En eftir rúmlega eina öld með hækkandi hitastigi sem hefur orðið til að yfirborð sjávar hefur hækkað og fellibyljir hafa orði sífellt öflugri hafa áhrif óveðra aukist sem og tjónið af þeirra völdum. Hitabeltisstormar, fellibyljir eða hvað fólk vill kalla öflug óveðurskerfi eru nú líklegri en áður til að vera öflugri, vara lengur og bera meira vatn með sér en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga