fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
433Sport

Emil yfirgefur Sandefjord – „Gott að enda þetta svona“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 31. desember 2020 16:00

Emil Pálsson. Mynd: Úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Pálsson, leikmaður Sandefjord í Noregi, mun reyna fyrir sér hjá öðru liði á næsta tímabili. Samningur Emils við Sandefjord er að renna út og hann telur að nú sé rétti tímapunkturinn fyrir sig að breyta um umhverfi. Þetta staðfestir Emil í samtali 433.is í dag.

„Síðasti dagurinn minn á samning hjá Sandefjord er í dag og hann klárast núna um áramótin,“ sagði Emil um stöðu sína hjá Sandefjord.

Emil telur að þetta sé rétti tímapunkturinn til þess að róa á önnur mið. „Ég er búinn að vera hjá Sandefjord í þrjú ár. Ég hef fallið með liðinu og hjálpaði því að vinna sér aftur sæti í efstu deild. Á þessu tímabili afsönnuðum við síðan allar spár með því að enda í 11. sæti efstu deildar og sleppa við fall. Nú eru að eiga sér stað þjálfarabreytingar hjá liðinu og því tel ég að þetta sé rétti tímapunkturinn fyrir mig að prófa eitthvað nýtt. Það er gott að enda þetta svona,“ segir Emil í samtali við 433.

Hann er nú að skoða hvert næsta skref sitt á ferlinum verður. „Það er enn óljóst hvar ég spila á næsta tímabili. Nú er ég bara að skoða hvert mitt næsta skref verður á ferlinum í samstarfi við minn umboðsmann,“ sagði Emil um framhaldið hjá sér.

Emil spilaði 24 leiki af 30 á tímabilinu með Sandefjord sem var nýliði í deildinni. Emil var fyrirliði liðsins í 6 leikjum. Sandefjord endaði í 11. sæti efstu deildar Noregs og afsannaði allar spár um að liðið myndi falla.

Emil er uppalinn hjá BÍ/Bolungarvík frá Ísafirði, hann hefur einnig spilað með FH og Fjölni á sínum ferli. Hann varð Íslandsmeistari í þrígang hjá FH.

Árið 2015 var Emil kosinn besti leikmaður ársins í Pepsi-deildinni af leikmönnum deildarinnar. Emil lék þá stórt hlutverk bæði með liði Fjölnis framan af tímabili og síðan með FH þegar leið á tímabilið.

Hann samdi við norska úrvalsdeildarfélagið Sandefjord undir lok árs 2017 og gerði tveggja ára samning við liðið á þeim tíma. Hann framlengdi síðan samning sinn við liðið um eitt ár í janúar á þessu ári. Á þessum árum hefur Emil spilað 50 leiki fyrir liðið.

Þá á Emil að baki 1 A-landsleik og 22 landsleiki með yngri landsliðum Íslands, í þeim leikjum hefur hann skorað tvö mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim segist hafa trú á Onana þrátt fyrir mistökin hans í gær

Amorim segist hafa trú á Onana þrátt fyrir mistökin hans í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru launin sem Salah mun fá – Eigendur Liverpool að brjóta regluna sína

Þetta eru launin sem Salah mun fá – Eigendur Liverpool að brjóta regluna sína
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagður á óskalista City nú þegar De Bruyne er að fara

Sagður á óskalista City nú þegar De Bruyne er að fara
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Margir í sjokki yfir þessu myndbandi af Vilhjálmi Bretaprins sem er í dreifingu

Margir í sjokki yfir þessu myndbandi af Vilhjálmi Bretaprins sem er í dreifingu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Steinda brugðið yfir ummælum Gumma Ben og lét hann heyra það í beinni – „Nei, Gummi! Þú getur ekki komið hérna inn og látið svona“

Steinda brugðið yfir ummælum Gumma Ben og lét hann heyra það í beinni – „Nei, Gummi! Þú getur ekki komið hérna inn og látið svona“
Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elín Metta komin heim

Elín Metta komin heim
433Sport
Í gær

Eiður Atli framlengir í Kórnum

Eiður Atli framlengir í Kórnum
433Sport
Í gær

Kostulegt atvik í vikunni – Stal miðanum sem Elísabet hafði skrifað

Kostulegt atvik í vikunni – Stal miðanum sem Elísabet hafði skrifað
433Sport
Í gær

Real Madrid sagt ætla að henda Ancelotti út í sumar

Real Madrid sagt ætla að henda Ancelotti út í sumar