fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Sjáðu myndbandið – Þórólfur kveður 2020 í söng

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 31. desember 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir og maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, virðist ætla að enda árið 2020 í söng. Hann og hljómsveitin Vinir og vandamenn gáfu nefnilega út lagið 2 0 2 0 Drífðu þig út!, í gær.

Líkt og titill lagsins gefur til kynna er um að ræða kveðjusöng fyrir árið sem nú er að líða. Eins og margir hafa Vinir og vandamenn verið orðnir svolítið þreyttir á árinu 2020, og biðja um að fá nýtt ár sem fyrst.

Leifur Geir Hafsteinsson er skráður fyrir lagi og texta. Stórstjarna sveitarinnar er þó óumdeilanlega Þórólfur, enda eitt helsta andlit baráttunnar við heimsfaraldur kórónaveirunnar hér á landi. Hann á stuttan einsöngsbút í laginu, þar sem hann syngur: „Já ég hef elst um meira en fimmtán ár!“ og vísar þar til þess að það hefur verið nóg að gera á árinu.

Hér má svo hlusta á lagið:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Diplómati er drepinn í fyrstu glæpasögu Elizu – Lestu fyrsta kaflann hér

Diplómati er drepinn í fyrstu glæpasögu Elizu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco