fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

WHO segir að COVID-19 sé ekki endilega stóri faraldurinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. desember 2020 05:21

COVID-19 sýni. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO segja að yfirstandandi kórónuveirufaraldur sé „ekki endilega stóri faraldurinn“ þrátt fyrir að hann sé alvarlegur. Þeir segja einnig að heimsbyggðin verði að læra að lifa með þessari kórónuveiru.

David Heymann, prófessor og formaður ráðgjafanefndar WHO um smitsjúkdóma, sagði á fréttamannafundi á mánudaginn að það séu „örlög“ veirunnar að verða landlæg og það þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í Bandaríkjunum og Bretlandi. „Heimurinn hefur vonast eftir hjarðónæmi, þannig að það dragi úr útbreiðslunni ef nægilega margir eru ónæmir,“ sagði hann að sögn The Guardian.

Hann sagði að hugtakið „hjarðónæmi“ væri misskilið. „Það virðist sem örlög SARS-CoV-2 (COVID-19) séu að verða landlæg en það hafa fjórar aðrar kórónuveirur orðið og að hún muni halda áfram að stökkbreytast þegar hún fjölgar sér í frumum fólks, sérstaklega á svæðum með miklu smiti,“ sagði hann. Hann tók einnig fram að sem betur fer búi mannkynið yfir getu til að bjarga mannslífum og það ásamt góðri lýðheilsu geri okkur kleift að læra að lifa með COVID-19.

Mark Ryan, yfirmaður neyðaráætlunar WHO, sagði að líklegt sé að veiran verði landlæg og ógn muni stafa af henni en hún verði ekki mikil vegna bólusetninga um allan heim. „Þessi faraldur hefur verið mjög alvarlegur … áhrifa hans hefur gætt um allan heim. En þetta er ekki endilega stóri faraldurinn,“ sagði hann og bætti við að þetta væri ákall til heimsbyggðarinnar um að vakna og vera undir svona faraldra búin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga